Umsögn Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um náttúrupassann

Edward H. Huijbens sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur f.h. miðstöðvarinnar skilað umsögn um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa (mál: 455 - þskj.: 699). Í umsögninni fer Edward yfir frumvarpið og af hverju tillaga að náttúrupassa til tekjuöflunar sé ekki sú besta þegar kemur að fjármögnun og uppbyggingu ferðamannastaða.

Í umsögn sinni skrifar Edward meðal annars að það sé ekkert við íslenska ferðaþjónustu sem skapar henni þá sérstöðu að hér verði að fara aðrar leiðir en farnar eru annars staðar í tekjuöflun vegna heimsókna ferðamanna.

Niðurstaða Edwards er að gistináttagjald/skattur er þess virði að skoða betur hvort heldur er sem beint gjald eða hlutfall af verði og þá með tilliti til þess að útfæra þá leið á aðrar greinar ferðaþjónustunnar í átt að þeirri nýsjálensku leið sem kynnt er í frumvarpi en vanreifuð. Slíkt gjald á greinar ferðaþjónustu ætti að vera sýnilegt á reikningum til að efla ímynd náttúru- og minjaverndar í landinu auk þess sem það gæti virkjað aðhald neytenda. Samtímis ætti að binda í lög að aðeins sé hægt að rukka fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum, en ekki fyrir aðgengi. 

Umsögnina má lesa í heild sinni hér:

Umsögn Edwards um tillögu að náttúrupassann