Vel sótt málstofa um rannsóknir í ferðamennsku
Um 40 gestir sóttu málstofu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Af gestum og heimamönnum sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær, 3. mars.
Rannsakendur RMF sögðu þar frá yfirstandandi verkefnum. Þau voru rannsóknir á annars vegar hagrænum áhrifum og hins vegar umfangi og árstíðarsveiflum ferðamanna á Norðurlandi auk rannsóknar á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu víða um land. Þá var kynnt staða samstarfsverkefis um gerð markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu og samstarfsverkefni um yndisævintýraferðamennsku á norðlægum slóðum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo af fimm fyrirlesurum málstofunnar, þær Gyðu Þórhallsdóttur og Lilju Rögnvaldsdóttur, ásamt forstöðumann RMF, Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, sem stýrði málstofunni. Aðrir fyrirlesarar voru Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Þórný Barðadóttir og Edward H. Huijbens.