Við og gestir okkar: ávinningur, ábyrgð og áskoranir

Fundur fólksins
Fundur fólksins

Rannsóknamiðstöð ferðamála tekur þátt í Fundi fólksins, lýðræðishátíð um samfélagsmál og stjórnmál, sem haldin verður öðru sinni í Reykjavík í septemberbyrjun.

 

Yfirskrift fundar RMF er að þessu sinni Við og gestir okkar: ávinningur, ábyrgð og áskoranir. Þar verður boðið til hringborðsumræðna um þætti eins og áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu á íslenskt samfélag, hvað felst í gestrisni, hver er ábyrgð okkar sem gestgjafa og hvernig tryggja megi að sambúð ferðaþjónustu og íbúa verði sem best.

 

Gestir RMF við hringborðið:

Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu,
Benóný Ægisson, formaður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur,
Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri og rithöfundur,
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur 
Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans

Umræðustjóri:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri.


Fundur RMF fer fram laugardaginn 3. september kl. 13 í aðalsal Norræna hússins. Hann er öllum opinn og eru áhugasamir hvattir til að mæta og taka taka þátt í umræðunum.

 

FUNDUR FÓLKSINS er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál haldin 2. og 3. september 2016 í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og skemmtilegar uppákomur.
Dagskráin telur yfir 100 viðburði á vegum 70 aðila.

 

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á eftirfarandi tenglum:

Vefur viðburðar
Fundur fólksins á Facebook
Fundur fólksins á Twitter 
Kynningarmyndbönd