We Lead lokið með góðum árangri
Evrópska samstarfsverkefnið We Lead, sem snerist um að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu, lauk formlega í þessum mánuði. Verkefnið var styrkt af evrópsku styrkjaáætluninni Erasmus+ til tveggja ára (2022-2024). RMF leiddi verkefnið fyrir hönd Háskólans á Akureyri en Kennslumiðstöð HA kom einnig að verkefninu. Aðrir samstarfsaðilar komu frá fimm fyrirtækjum og menntastofnunum á Íslandi, Danmörku, Írlandi og Spáni.
Verkefnið og afurðir þess hafa verið metnar af sérfræðingum Erasmus+, en það hlaut 90 stig af 100 mögulegm og Landskrifstofan á Íslandi hefur því skráð það sem árangursríkt verkefni og mun kynna það sem gott dæmi. Samstarfsaðilar We Lead eru mjög ánægðir með að sú mikla vinna sem var lögð í fræðsluefnið hefur skilað sér.
Markmið verkefnisins var að útbúa kennsluefni sem miðaði að því að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu, ekki síst þegar kemur að þeim brýnu úrlausnum og viðbrögðum sem þarf að leggjast í vegna loftslagsbreytinga í heiminum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið og allt fræðsluefnið sem útbúið var í tengslum við það á heimasíðu We Lead – en efnið er allt aðgengilegt í opnum aðgangi og á þremur tungumálum: íslensku, ensku og spænsku.
- Samantektarskýrsla - konur sem leiðtogar í sjálfbærri ferðaþjónustu
- Kvenfyrirmyndir innan ferðaþjónustunnar - 9 dæmisögur
- Kennsluefni í 6 hlutum
- Handbók fyrir leiðbeinendur og leiðtoga í ferðaþjónustunni
- Leiðarvísir We Lead um netherferðir
- Stafrænn vettvangur We Lead