Fréttir

Eiga náttúruvernd og ferðaþjónusta samleið? - Brent Mitchell

Rannsóknamiðstöð ferðamála, Ferðamálastofa, Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarstofa bjóða til málstofu mánudaginn 2. nóvember kl. 14-15 í anddyri Borga við Háskólann á Akureyri.
Lesa meira

Hvað vitum við að við vitum ekki?

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) stendur fyrir örráðstefnu undir yfirskriftinni "Hvað vitum við að við vitum ekki?". Örráðstefnan verður haldin 29. október n.k. kl. 16:30-17:30, í Háskóla Íslands - Odda, stofu 101.
Lesa meira

Ný stefnumótun í ferðaþjónustu

Edward Huijbens, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála, í nýlegu viðtali á Rás 1. Umræðuefnið var hin nýja stefnumótun stjórnvalda um ferðaþjónustu.
Lesa meira

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland – upptaka af kynningarfundi

Í júní og ágúst 2015 gaf Hagstofa Íslands út nýja hliðarreikninga með þjóðhagsreikningum fyrir ferðaþjónustu, sk. ferðaþjónustureikninga tímabilið 2009-2013. Útgáfa reikninganna byggir á samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við Hagstofuna sem dr. Frent sinnti.
Lesa meira

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland - kynningarfundur í HÍ

Mánudaginn 5. október kl 15 stendur Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands fyrir kynningarfundi um gerð nýju ferðaþjónustureikningana tímabilið 2009-2013. Kynningin verður í höndum Dr. Cristi Frent í Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Aðkoma RMF að gerð ferðaþjónustureikninga fyrir Hagstofu Íslands

Út eru komnir ferðaþjónustureikningar á vegum Hagstofu Íslands fyrir árin 2009 til og með 2013 sem ætlað er að meta áhrif ferðaþjónustu á íslenskan efnahag á þessum árum. Dr. Cristi Frent, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála, vann reikningana með tilliti til alþjóðlegra staðla í ferðamálatölfræði og ferðaþjónustureikningum.
Lesa meira

Nýir ferðaþjónustureikningar birtir

Hlutdeild ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) jókst um 55% að nafnvirði á árunum 2009-2013. Hlutur ferðaþjónustu af VLF hefur vaxið nærfellt þrisvar sinnum hraðar en VLF (sem óx um 18,6%) yfir sama tímabil.
Lesa meira

Rannsóknir RMF og Hagstofunnar á íslenskum ferðaþjónustureikningum hljóta verðlaun á alþjóðavettvangi

Dr. Cristi Frenţ, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála hlaut nýverið verðlaun fyrir framúrskarandi grein um íslenska ferðaþjónustureikninga á virtri ferðamálaráðstefnu í London.
Lesa meira

Norræn ráðstefna um ferðamál haldin í Reykjavík 1.-3. október

Norræna ferðamálaraðstefnan Nordic Symposium verður haldin í Reykjavík 1.-3. október. Þema ráðstefnunarinnar er „Ábyrg ferðaþjónusta?“. 120 erlendir og innlendir fræðimenn verða með 170 kynningar í 27 málstofum.
Lesa meira

Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu staðfestur í ferðaþjónustureikningum

Nýir ferðaþjónustureikningar fyrir árin 2009-2013, sem nýlega birtust á vef Hagstofu Íslands og voru unnir í samvinnu við RMF, staðfesta þann vöxt sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum.
Lesa meira