29.10.2015
Rannsóknamiðstöð ferðamála, Ferðamálastofa, Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarstofa bjóða til málstofu mánudaginn 2. nóvember kl. 14-15 í anddyri Borga við Háskólann á Akureyri.
Lesa meira
16.10.2015
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) stendur fyrir örráðstefnu undir yfirskriftinni "Hvað vitum við að við vitum ekki?". Örráðstefnan verður haldin 29. október n.k. kl. 16:30-17:30, í Háskóla Íslands - Odda, stofu 101.
Lesa meira
12.10.2015
Edward Huijbens, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála, í nýlegu viðtali á Rás 1. Umræðuefnið var hin nýja stefnumótun stjórnvalda um ferðaþjónustu.
Lesa meira
06.10.2015
Í júní og ágúst 2015 gaf Hagstofa Íslands út nýja hliðarreikninga með þjóðhagsreikningum fyrir ferðaþjónustu, sk. ferðaþjónustureikninga tímabilið 2009-2013. Útgáfa reikninganna byggir á samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við Hagstofuna sem dr. Frent sinnti.
Lesa meira
21.09.2015
Mánudaginn 5. október kl 15 stendur Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands fyrir kynningarfundi um gerð nýju ferðaþjónustureikningana tímabilið 2009-2013. Kynningin verður í höndum Dr. Cristi Frent í Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands.
Lesa meira
21.08.2015
Út eru komnir ferðaþjónustureikningar á vegum Hagstofu Íslands fyrir árin 2009 til og með 2013 sem ætlað er að meta áhrif ferðaþjónustu á íslenskan efnahag á þessum árum. Dr. Cristi Frent, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála, vann reikningana með tilliti til alþjóðlegra staðla í ferðamálatölfræði og ferðaþjónustureikningum.
Lesa meira
20.08.2015
Hlutdeild ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) jókst um 55% að nafnvirði á árunum 2009-2013. Hlutur ferðaþjónustu af VLF hefur vaxið nærfellt þrisvar sinnum hraðar en VLF (sem óx um 18,6%) yfir sama tímabil.
Lesa meira
19.08.2015
Dr. Cristi Frenţ, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála hlaut nýverið verðlaun fyrir framúrskarandi grein um íslenska ferðaþjónustureikninga á virtri ferðamálaráðstefnu í London.
Lesa meira
07.08.2015
Norræna ferðamálaraðstefnan Nordic Symposium verður haldin í Reykjavík 1.-3. október.
Þema ráðstefnunarinnar er „Ábyrg ferðaþjónusta?“. 120 erlendir og innlendir fræðimenn verða með 170 kynningar í 27 málstofum.
Lesa meira
02.07.2015
Nýir ferðaþjónustureikningar fyrir árin 2009-2013, sem nýlega birtust á vef Hagstofu Íslands og voru unnir í samvinnu við RMF, staðfesta þann vöxt sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum.
Lesa meira