11.06.2014
Rannsóknamiðstöð ferðamála bauð nú í byrjun júní í þriðja sinn framhaldsnemum og rannsakendum í ferðamálum til rannsóknardaga, í þetta sinn að Hólum í Hjaltadal. Fyrstu rannsóknardagar RMF voru haustið 2012 í Höfn, þar á eftir á Húsavík haustið 2013 og byggt á árangri þeirra var ákveðið að bæta við og halda rannsóknardaga að vori auk hausts. Næstu og fjórðu rannsóknardagar RMF verða því í haust og stefnt er á suðvesturhornið.
Lesa meira
11.06.2014
Rannsóknamiðstöð ferðamála var upprunalega stofnuð 1999 sem samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og þá undir nafninu Ferðmálasetur Íslands.
Lesa meira
11.06.2014
Alla sunnudagsmorgna sumarið 2014 mun Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF ásamt útvarpsmanninum Ævari Kjartanssyni ræða um áfangastaðinn Ísland frá ýmsum sjónarhornum með góðum gestum.
Lesa meira
22.04.2014
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) með fulltingi og stuðningi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hefur nú í níunda sinn veitt 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin voru afhent á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) 2014, fimmtudaginn 10. apríl á Grand hótel Reykjavík. Forstöðumaður RMF afhenti verðlaunin og lýsti jafnframt þeim örðum verkefnum sem til greina komu.
Lesa meira
04.04.2014
Tvær ritrýndar greinar og ein ráðstefnugrein voru birtar í mánuðinum sem tíunda íslenskar rannsóknir á ferðmálum í norrænu og alþjóðlegu samhengi.
Lesa meira
14.01.2014
Árlega veitir Rannsóknamiðstöð ferðamála verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin eru 100.000 krónur.
Lesa meira
20.12.2013
Í nýútkomnu hefti fræðiritsins Tímarit um Stjórnmál og Stjórnsýslu er að finna rýni ferðamálastjóra á nýútkominni bók Ferðamál á Íslandi (sjá hér) eftir forstöðumann RMF, Edward H. Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson, lektor við líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritdóm ferðamálastjóra má lesa hér, en niðurstaðan er:
Lesa meira
25.11.2013
RMF í samvinnu við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í tengslum við verkefni um samgöngur og ferðamál á Norðurslóðum skýrslu um nýja kerfi strætó á Norðurlandi sem hóf þjónustu í janúar 2013.
Lesa meira
25.11.2013
Í nóvember mánuði hefur undirbúningur staðið vegna lokafundar meðal hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Rangárþingi Ytra, Eystra, Ásahreppi, Skaftárhreppi og Mýrdal vegna frumverkefnis um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira
21.10.2013
Laugardaginn 19. október var haldið málþing á Skálholti um framtíð staðarins vegna hugmynda um byggingu tilgátuhúss á Skálholtsstað.
Lesa meira