07.10.2020
Rannsóknamiðstöð ferðamála tekur þátt í Erasmus + verkefni sem snýr að því að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu að sigla í gegnum krísu.
Lesa meira
18.09.2020
Nú á haustmánuðum verða þrír starfsnemar á Akureyrarskrifstofu RMF. Anneke Holtman og Sascha Keurhorst eru nemar við Van Hall Larenstein háskólann í Hollandi en Minke Katie van Netten nemur við Uppsalaháskóla, Gotlandi í Svíþjóð.
Lesa meira
03.09.2020
Íslendingar líta á ferðaþjónustu sem efnahagslega mikilvæga atvinnugrein sem auðgar samfélagið á fjölbreyttan hátt. Ný skýrsla um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2019 er komin út.
Lesa meira
03.07.2020
Flestir landsmenn líta á ferðaþjónustu sem efnahagslega mikilvæga atvinnugrein og að ferðamenn auðgi samfélagið. Viðhorf landsmanna eru þó um sumt breytileg eftir landshlutum.
Lesa meira
03.07.2020
Í nýrri skýrslu RMF kemur m.a. fram að ýmissa úrbóta er þörf ef takast á að tryggja betur að erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði ekki fyrir brotum á reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Lesa meira
30.06.2020
Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor í ferðamálafræði var í hópi 14 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Lesa meira
29.06.2020
Erlendir sumarferðamenn á Íslandi er fólk í fríi á ferð með fjölskyldu og vinum og þá helst á bílaleigubíl. Ferðahegðun þeirra og útgjaldamynstur er þó breytilegt eftir heimsóknarsvæðum.
Lesa meira
23.06.2020
Stjórn RMF skorar á stjórnvöld að efla rannsóknir á sviði ferðamála til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu þeirra viðkvæmu auðlinda sem ferðaþjónusta byggir á og auka verðmætasköpun í greininni.
Lesa meira
11.06.2020
Umræða um áhrif Covid-19 á komu ferðamanna til Íslands í ár og tekjuhrun í greininni setti svip sinn á aðalfund Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, RMF, sem haldinn var í Eyjafjarðarsveit í vikunni.
Lesa meira
02.06.2020
Árið 2019 unnu RMF og ferðamáladeild Háskólans á Hólum, rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi fyrir Markaðsstofu Norðurlands (MN). Þrjár niðurstöðuskýrslur hafa nú verið gefnar út.
Lesa meira